Leikhópur Listó 2023
Leikhópurinn í ár er skipaður af níu manns. Við spurðum þau nokkurra spurninga svo þið getið kynnst þeim betur... Baldur Björn Arnarsson...
Leikstjórn Níels Thibaud Girerd og Starkaður Pétursson
Verkið fjallar um leikhóp sem er að setja upp leiksýninguna Nakin á svið. Fyrir hlé fá áhorfendur að skyggnast baksviðs á meðan leiksýningunni stendur og upplifa ýmsar skrautlegar uppákomur hjá leikurunum. Eftir hlé fá áhorfendur annað sjónarhorn og horfa á sýninguna Nakin á svið og vita þá upp á hár hvað er í gangi baksviðs á sama tíma. Bráðskemmtilegur farsi þar sem allt fer úrskeiðis, ástarflækjur og misskilningur. Verk sem kitlar svo sannarlega hláturtaugar áhorfenda.