Helgina 26. - 27. ágúst fór Listónefnd ásamt nýbakaða leikhópnum sínum til Vestmannaeyja. Farið var m.a. í sund, bakarí, að spranga og út að borða. Það var hellidemba allan tímann sem setti skemmtilegan tón yfir ferðina. Þetta var gott hópefli til að hrista hópinn saman og setti tóninn fyrir æfingarnar sem hófust svo stuttu eftir.
top of page
Allir á svið!
Leikstjórn Níels Thibaud Girerd og Starkaður Pétursson
Verkið fjallar um leikhóp sem er að setja upp leiksýninguna Nakin á svið. Fyrir hlé fá áhorfendur að skyggnast baksviðs á meðan leiksýningunni stendur og upplifa ýmsar skrautlegar uppákomur hjá leikurunum. Eftir hlé fá áhorfendur annað sjónarhorn og horfa á sýninguna Nakin á svið og vita þá upp á hár hvað er í gangi baksviðs á sama tíma. Bráðskemmtilegur farsi þar sem allt fer úrskeiðis, ástarflækjur og misskilningur. Verk sem kitlar svo sannarlega hláturtaugar áhorfenda.
bottom of page
Comentários