top of page

Leikhópur Listó 2022

Leikhópurinn í ár er skipaður af átta manns. Við spurðum þau nokkurra spurninga svo þið getið kynnst þeim betur...


Aðaldís Emma Baldursdóttir í hlutverki Securitas starfsmanns.

Á 2. ári.

- Af hverju fórstu í prufur fyrir leikhóp?

Ég fór í prufur því að vera partur af Listó er það skemmtilegasta í heimi. Fæ að leika sem mér finnst geggjað og elska. Maður kynnist líka svo ótrúlega mikið af góðu fólki og eignast æði vini!

- 3 orð sem að lýsa karakternum þínum best?

Skrítinn, ákveðinn og djarfur.

- Tengir þú að einhverju leiti við karakterinn þinn?

Já og nei. Karakterinn minn er mjög harður að utan, sem ég er ekki. Hann vill að allt sé í röð og reglu og enginn sé að gera eitthvað sem er bannað. En hann er smá skrítinn eins og ég og voða mjúkur að innan.

- Ef þú mættir leika einhvern annan karakter en þinn sjálfan hver væri það?

Jörund skólastjóra! Hann er bara svo fyndinn og skemmtilegur karakter. En ég held að enginn geti leikið hann betur en Aron Ísak.

- Uppáhalds móment í ferlinu?

Ég get ekki valið! Þetta ferli er búið að vera draumur. Er svo þakklát fyrir að vera partur af þessum hóp og fá að kynnast krökkunum. Ég er líka komin með six pack eftir öll hlátursköstin sem er hax!!!!!

Aron Atli Gunnarson í hlutverki Almars.

Á 3. ári.

- Af hverju fórstu í prufur fyrir leikhóp?

Leikstjórarnir

- 3 orð sem að lýsa karakternum þínum best?

Konur eru hlutir

- Tengir þú að einhverju leiti við karakterinn þinn?

Ég persónulega tengi ekki við hann en ég tengi hann við marga sem ég þekki

- Ef þú mættir leika einhvern annan karakter en þinn sjálfan hver væri það?

Drífu, til að hafa afsökun til þess að handjárna Aron Ísak.

- Uppáhalds móment í ferlinu?

Þegar ég sat í bláa sal og sá ónefnda senu í fyrsta sinn.

Aron Ísak Jakobsson í hlutverki Jörundar.

Á 3. ári.

- Af hverju fórstu í prufur fyrir leikhóp?

Hef gaman að leiklist osvo líka bara elska ég listó, hef alltaf gert það.

- 3 orð sem að lýsa karakternum þínum best?

Quirky, meðvirkur, kisi

- Tengir þú að einhverju leiti við karakterinn þinn?

Meðvirknislega séð stundum en annars ekki neitt.

- Ef þú mættir leika einhvern annan karakter en þinn sjálfan hver væri það?

Örugglega Djammagla, skemmtilegur karakter.

- Uppáhalds móment í ferlinu?

Hmmmmmmm örugglega þegar við fórum á "Jesus er til hann spilar á banjó" og svo spilakvöld. Það var gaman.Anna María Sonde í hlutverki Ísabellu.

Á 1. ári.

- Af hverju fórstu í prufur fyrir leikhóp?

Útaf heitum leikstjórum.

- 3 orð sem að lýsa karakternum þínum best?

Gella, öskrar og næs.

- Tengir þú að einhverju leiti við karakterinn þinn?

Já vegna þess að Ísabella er feminsti og ég tengi við það sterklega. Ég er eiginlega bara búin að gera hana að mér.

- Ef þú mættir leika einhvern annan karakter en þinn sjálfan hver væri það?

Djammöglu vegna þess að hún er bara þarna og hún er geggjað fyndin. Hún er líka með geggjuð handshake's með öllum.

- Uppáhalds móment í ferlinu?

Eyjaferðin vegna þess að þessi ferð var iconic og gerði hópinn miklu nánari.Kolbeinn Kári í hlutverki Vilbergs.

Á 1. ár.

- Af hverju fórstu í prufur fyrir leikhóp?

Ég hafði aldrei heyrt um listó leikritið en mér fannst trailerinn svo flottur og allir vinir mínir skráðu sig í prufur þannig að ég ákvað bara að skella mér.

- 3 orð sem að lýsa karakternum þínum best?

Busaður - Týndur - Lúðalegur

- Tengir þú að einhverju leiti við karakterinn þinn?

Ég tengi smá við karakterinn að því að ég get verið smá clueless og týndur og er bara oft í mínum eigin heimi.

- Ef þú mættir leika einhvern annan karakter en þinn sjálfan hver væri það?

Ég myndi vilja vera Almar því að ég hef verið í kringum þannig týpur áður í grunnskóla og ég held að ég væri góður að leika þannig týpu.

- Uppáhalds móment í ferlinu?

Þegar við fórum til eyja 100% þá vorum við bara nýbúin að kynnast en samt var svona eins og við höfðum þekkst mjög lengi strax.Matthildur Sveinsdóttir í hlutverki Melkorku.

Á 2. ári.

- Af hverju fórstu í prufur fyrir leikhóp?

Ég var að vonast til þess að Arnór og Kolbrún myndu ættleiða mig.

- 3 orð sem að lýsa karakternum þínum best?

Overachiever, englabarn og stresspési.

- Tengir þú að einhverju leiti við karakterinn þinn?

Já ég tengi alveg við Melkorku að vissu leiti. Hún er smá svona eins og sjúklega ýkt útgáfa af mér.

- Ef þú mættir leika einhvern annan karakter en þinn sjálfan hver væri það?

Ég myndi örugglega vilja leika Jörund því hann er svo fokking fyndinn og skrítinn karakter.

- Uppáhalds móment í ferlinu?

Þegar Aron Atli stakk hendinni inn í Boggu (kynlífsdúkkuna) og sprengdi hana. Og líka allir pógó leikirnir á marmaranum, nema þegar Anna dúndraði boltanum í smettið á mér.Rebekka Rán Guðnadóttir í hlutverki Drífu.

Á 3. ári.

- Af hverju fórstu í prufur fyrir leikhóp?

AFHVERJU EKKI?

- 3 orð sem að lýsa karakternum þínum best?

Agi, reiði, pirringur

- Tengir þú að einhverju leiti við karakterinn þinn?

Já að vissu leiti geri ég það. Drífa er mjög hörð en meinar samt ótrúlega vel. Ég tengi við það. Ég er oft mikið hvassari en ég geri mér grein fyrir þegar ég tala svo fólk heldur mjög oft að ég sé pirruð.

- Ef þú mættir leika einhvern annan karakter en þinn sjálfan hver væri það?

Ég myndi hundrað prósent vilja leika Jörund! Hann er svo ógeðslega fyndinn og lúðalegur karakter og ég held að það sé mjög gaman að leika hann.

- Uppáhalds móment í ferlinu?

OMG þau eru svo mörg! Ég get hreinlega ekki valið. Það er allt uppáhalds við þetta ferli. Æfingar eru hver annari skemmtilegri og hópurinn nær svo ótrúlega vel saman!


Sandra Kristjánsdóttir í hlutverki Djammöglu.

Á 3. ári.

-Af hverju fórstu í prufur fyrir leikhóp?

Afþví mér fannst Kári Flosa svo heitur og vildi kynnast honum betur

-3 orð sem lýsa karakternum þínum best?

Meistari, djammari, stemmningskona

-Tengir þú að einhverju leiti við karakterinn þinn?

Já tengi að mörgu leiti við Djammöglu en ekki við allt. Það er líka margt questionable við hegðun hennar.

-Ef þú mættir leika einhvern annan karakter en þinn sjálfan hver væri það?

Securitas starfsmaninn af því hann er ekkert eðlilega fyndin karakter.

-Uppáhalds móment í ferlinu?

ÁNDJÓKS get ekki valið allt búið að vera svo gaman. Er svo þakklát fyrir þetta ferli og allt þetta frábæra fólk. Öll móment eru uppáhalds.

1 comment

Recent Posts

See All

1 comentário


Vá flottur hópur og skemmtileg lesning🤗

Curtir
bottom of page