top of page

Leikhópur Listó 2023

Leikhópurinn í ár er skipaður af níu manns. Við spurðum þau nokkurra spurninga svo þið getið kynnst þeim betur...


Baldur Björn Arnarsson í hlutverki Erlings Erlingssonar

Á 1. ári.


- Af hverju fórstu í prufur fyrir leikhóp?

Ég fór í prufur út af Rommel

- 3 orð sem að lýsa karakternum þínum best?

Rommel-lover, Rommel-fan, Rommel-fanlover

- Hvað er það skemmtilegasta við Listó?

Rommel

- Tengir þú að einhverju leiti við karakterinn þinn?

Við elskum báðir Rommel

- Hvernig er að hafa Starkað og Níels sem leikstjóra?

Skiptir ekki máli, við höfum Rommel

- Uppáhalds setning í sýngunni?

"Tvöfalda og gefa næsta"



Svanhildur Nielsen Hlynsdóttir í hlutverki Buddu Björgólfs

Á 2. ári.


- Af hverju fórstu í prufur fyrir leikhóp?

Var nýhætt í fimleikum og vildi hafa eitthvað að gera og það hafði alltaf verið markmið að komast í Listó en ég hélt aldrei að ég myndi komast inn þannig þetta var alveg smá sjokk.

- 3 orð sem að lýsa karakternum þínum best?

Boss, famous, gröð

- Hvað er það skemmtilegasta við Listó?

Bílferðirnar

- Tengir þú að einhverju leiti við karakterinn þinn?

Já kannski eitthvað smá, aðallega bara hvað hún er ástríðufull og hversu ákveðin hún er og líka það hvað hún er sjálfstæð.

- Hvernig er að hafa Starkað og Níels sem leikstjóra?

Fyndnast í heimi.

- Uppáhalds setning í sýngunni?

"Við erum að ríða, eða þust við vorum að ríða?"


Jón Arnór Pétursson í hlutverki Gyrði Freys

Á 2. ári.


- Af hverju fórstu í prufur fyrir leikhóp?

Ég sá leikritið í fyrra og sá hvað það var ótrúlega gaman hjá þeim og mig langaði að prófa að vera hluti af þessu ferli í ár.

- 3 orð sem að lýsa karakternum þínum best?

Reiður, aumingi, ástarsorg

- Hvað er það skemmtilegasta við Listó?

Allur hópurinn sem kemur að sýningunni.

- Tengir þú að einhverju leiti við karakterinn þinn?

Nei ég geri það ekki rosa mikið en það gerir það bara skemmtilegra að leika hann.

- Hvernig er að hafa Starkað og Níels sem leikstjóra?

Kóngarnir!! Þeir hafa gert þetta ferli svooo skemmtilegt.

- Uppáhalds setning í sýngunni?

"Engin er verri þótt hann sé perri"


Sunneva Steingrims í hlutverki Öddu Arnalds

Á 1. ári.


- Af hverju fórstu í prufur fyrir leikhóp?

Langaði að prófa leikhæfileikana, bjóst ekki við að komast svona langt. Yfir mig þakklát:)

- 3 orð sem að lýsa karakternum þínum best?

Kynþokkafull, blind, ljóska

- Hvað er það skemmtilegasta við Listó?

Það að fá að eyða tíma með öllu þessu fólki leikhóp, nefnd og undirnefndum er búið að vera æði.

- Tengir þú að einhverju leiti við karakterinn þinn?

Ég þarf varla að leika.

- Hvernig er að hafa Starkað og Níels sem leikstjóra?

Það er stórfenglegt

- Uppáhalds setning í sýngunni?

"Það smegir enginn honum inn í þessu húsi"


Andri Snær Einarsson í hlutverki Hólmari V. Gestssonar

Á 2. ári.


- Af hverju fórstu í prufur fyrir leikhóp?

Vinir mínir hvöttu mig til að fara í prufur og mér fannst þetta tilvalin leið til að komast inn í félagslífið og kynnast fleira fólki.

- 3 orð sem að lýsa karakternum þínum best?

Vonlaus, utangátta, góðhjartaður.

- Hvað er það skemmtilegasta við Listó?

Aðallega félagsskapurinn og stemmningin í kringum allt ferlið.

- Tengir þú að einhverju leiti við karakterinn þinn?

Ég geri það að vissu leiti, þar sem ég vel oft verstu tímasetningarnar til að segja eitthvað, eins og brandara.

- Hvernig er að hafa Starkað og Níels sem leikstjóra?

Þeir eru búnir að vera frábærir að sinna sínu hlutverki og koma alltaf með jafn skemmtilega og jákvæða orku á hverja æfingu.

- Uppáhalds setning í sýngunni?

*Voff *Voff


Sigrún Tinna í hlutverki Olgu Hlínar

Á 3. ári.


- Af hverju fórstu í prufur fyrir leikhóp?

Ég fór í leikprufur fyrir Listó því ég þekki nefndina mjög vel og bara allt ferlið og mig langaði að vera einhvern vegin partur af listóferlinu.

- 3 orð sem að lýsa karakternum þínum best?

Ákveðin, glæsileg og flott.

- Hvað er það skemmtilegasta við Listó?

Það skemmtilegasta við Listó er félagsskapurinn og ferlið. Maður eignast svo góða vini í þessu ferli og það myndast svona ein krúttleg Listófjölskylda sem er mér afar kær. Svo eru þetta bara minningar sem endast lengi.

- Tengir þú að einhverju leiti við karakterinn þinn?

Já ég tengi alveg eitthvað við hana Olgu Hlín. Hún er mjög ákveðin og vill hafa hlutina á hreinu, eins og ég. Hún er einnig með mikla yfirsýn yfir öllu og er mjög eftirtektarsöm sem ég tengi við.

- Hvernig er að hafa Starkað og Níels sem leikstjóra?

Alveg frábært!! Þeir eru alveg yndislegir og það er mjög gaman að vinna með þeim. Æfingarnar eru svo skemmtilegar og þeir vita alveg hvað þeir eru að gera.

- Uppáhalds setning í sýngunni?

“Ekki ætlar kellingin að cancelera frumz” - Ebbi leikstjóri


Einar Örn Gíslason í hlutverki Alfreðs Skagfjörð

Á 3. ári.


- Af hverju fórstu í prufur fyrir leikhóp?

Vegna þess að mér finnst ógeðslega skemmtilegt að leika, mig langaði að kynnast nýju fólki og fara út fyrir þægindarammann.

- 3 orð sem að lýsa karakternum þínum best?

Drykkfelldur, frábær og elskulegur.

- Hvað er það skemmtilegasta við Listó?

Félagskapurinn og reynslan.

- Tengir þú að einhverju leiti við karakterinn þinn?

Nei, ekki bókstaflega en smá. Hann er smá gamaldags og ég er það líka.

- Hvernig er að hafa Starkað og Níels sem leikstjóra?

Þeir eru æðislegir, virkilega skemmtilegir og fyndnir gaurar.

- Uppáhalds setning í sýngunni?

“Stundum langar mann bókstaflega að setjast niður og gráta”


Matthildur Sveinsdóttir í hlutverki Súsí Scheving

Á 2. ári.


- Af hverju fórstu í prufur fyrir leikhóp?

Ég var í leikhóp í fyrra og það var GEÐVEIKT, þannig þurfti eiginlega bara að fá að taka þátt einu sinni enn.

- 3 orð sem að lýsa karakternum þínum best?

Ábyrg, viðkvæm, vanmetin

- Hvað er það skemmtilegasta við Listó?

Það er svo ótrúlega skemmtilegt að vinna að einhverjir svona flottu með svona geggjuðum hóp af fólki. Maður eignast líka svo góða vini og býr til geggjaðar minningar. Síðan eru yfirleitt sýningarnar svo fokking fyndnar að maður er bara í hláturskasti endalaust.

- Tengir þú að einhverju leiti við karakterinn þinn?

Ég tengi kanski ekki beint mikið við karakterinn minn en ég finn hinsvegar til mikillar samkenndar með henni Súsí minni.

- Hvernig er að hafa Starkað og Níels sem leikstjóra?

Það er búið að vera alveg frábært, þeir eru svo yndislegir, fyndnir, skilningsríkir og með svo góða sýn á því hvernig þeir vilja hafa sýninguna.

- Uppáhalds setning í sýngunni?

"Enginn er verri þó hann sé perri" eða "Hvað í fokkanum er súfflör?!"


Hafsteinn Hugi Hilmarsson í hlutverki Davíðs Davíðssonar

Á 2. ári.


- Af hverju fórstu í prufur fyrir leikhóp?

Ég fór í prufur því ég hafði áhuga á leiklist og hugsaði að það væri örugglega gaman að vera partur af alvöru farsa.

- 3 orð sem að lýsa karakternum þínum best?

Stress, þreyttur og hjálpsemi

- Hvað er það skemmtilegasta við Listó?

Það skemmtilegasta við listo er að taka heilt rennsli og sja allt leikritið passa saman.

- Tengir þú að einhverju leiti við karakterinn þinn?

Ég tengi að einhverju leiti við DD þannig að alveg eins og hann er að vinna með Ebba í sýningunni þá getur skólinn verið hálfgerður Ebbi sem er að skipa manni um 1000 verk á mínútu.

- Hvernig er að hafa Starkað og Níels sem leikstjóra?

Það er bara frábært. Þeir eru klárlega snillingar og einstakir karakterar.

- Uppáhalds setning í sýngunni?

"Heilagur Franz"





0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page