Þann 24. október fór leikhópur og nefnd Listafélagsins á leiksýninguna 'Jesú er til, hann spilar á Banjó'. Svo vel vildi til að annar leikstjórinn okkar Arnór var að leika í sýningunni og var virkilega gaman að sjá hann skína á sviðinu. Virkilega skemmtilegt kvöld sem að gerði góða hluti fyrir hópinn.
top of page
VILLIBRÁÐ
Leikstjórn Egill Andrason og Mikael Emil Kaaber
Verkið fjallar um vinahóp úr Verzló sem hafa haldið sambandi eftir skólagöngu sína. Einn daginn fara þau öll saman í matarboð og þar stinga þau upp á stórhættulegum samkvæmisleik sem virkar þannig að allir setja símana sína á borðið og lesa öll skilaboð upphátt, sýna allar myndir og svara öllum simtölum á speaker. Þar koma upp allskyns leyndarmál sem hefðu aldrei frést ef ekki hefði verið fyrir leikinn. Þessi sýning er alveg bráð fyndið og dramatísk þar sem ástarsambönd eyðileggjast og vinasamband slítast í sundur. Verk sem svo sannarlega heldur öllum á tánum og hjartanu á hundrað!
bottom of page
Comments