top of page

Leikstjórar Listó 2022

Leikstjórar Listó í ár eru þau Arnór Björnsson og Kolbrún María Másdóttir. Þau eiga margt sameiginlegt og þar á meðal að hafa verið í Verzló. Ójá ! og því lá beinast við að semja leikrit um Verzló og Verzlinga.

Arnór hefur samið fjöldan allan af leikritum eins og Unglingurinn, Stefán Rís og Fyrsta Skiptið. Hann útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands sem menntaður leikari vorið 2022.

Kolbrún er mikill leikhúsunnandi sem stundar málvísindi við Háskóla Íslands. Hún er rísandi sjónvarpsstjarna samkvæmt DV en hún er einnig með umsjón yfir Krakkafréttum.


Þetta er frumraun þeirra í að leikstýra á sviði.

Verkið er byggt á viðtölum sem þau tóku við núverandi, fyrrverandi og verðandi verzlinga. "Það sem gerist í Verzló..." skrifuðu þau í skapandi sumarstörfum í Hafnafirði, sumarið 2021.
0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page