top of page

Nefnd Listafélagsins '22-'23

Listafélags nefndin sér um allt á bakvið tjöldin. Við ráðum leikstjóra, veljum leikverk, byggjum sviðsmynd, reddum búningum, söfnum styrkjum, gerum markaðsefni og auglýsingar og svo margt margt fleira. You name it, we do it.

Með hjálp góðra undirnefnda tekst nefndinni að skapa sýninguna.


Þið getið kynnst nefndinni betur með að skrolla niður...

Nadía Hjálmarsdóttir - Formaður

Á 3. ári.

- Af hverju listó?

Listó á mig alla. Þetta er svona eins og desktopið í hausnum mínum, ég bara hætti ekki að hugsa um það. Er búin að vera dolfallin af þessu ferli síðan á fyrsta ári og þetta er klárlega það sem hefur gefið mér mest út úr Verzló. Það er klisjukennt að segja þetta en þetta fólk hefur orðið að fjölskyldunni minni síðastliðna mánuði. Ég veit ekki hvar ég væri án Listó og vil helst ekki ímynda mér hvernig sá raunveruleiki verður.

- 3 orð sem að lýsa þér best?

Ástríðufull, hávær og svefnlaus.

- Uppáhalds karakterinn þinn í sýningunni?

Djammagla því mér líður eins og við myndum enda á trúnó'i á djamminu.

- Hvaða einn meðlim nefndarinnar myndiru taka með þér á eyðieyju?

Sögu Maríu vegna þess að hún myndi að minnsta kosti markaðsetja ferðina.

- Uppáhalds móment úr ferlinu?

Eitt skipti þegar ég fór að kaupa mér mat og sviðsmennirnir voru búnir að byggja 9 veggji á hálftíma.


María Vignir

Á 3. ári.

- Af hverju listó?

Af því mig langaði að vinna svona á bakvið tjöldin og vera hluti af listófjöllunni.

- 3 orð sem að lýsa þér best?

Hávaxin, öflug og góðhjörtuð.

- Uppáhalds karakterinn þinn í sýningunni?

Líklegast Almar því ég fæ eiginlega kjanahroll í hverri einustu senu sem hann er í.

- Hvaða einn meðlim nefndarinnar myndiru taka með þér á eyðieyju?

Hmm… líklegast Alla dúx þar sem hann myndi finna einhverja sniðuga leið til að lifa af.

- Uph moment úr ferlinu?

Ómæ svoo mörg, en örugglega þegar við nefndin fórum í fyrsta bústaðinn okkar og svo var líka mjög gaman þegar við fórum í leikhús að sjá Arnór leikstjóra.



Alexander Kaaber Bendtsen - Fjármálastjóri

Á 3. ári.

- Af hverju listó?

Ég hef alltaf haft augastað á Listó og fundist ferlið líta út fyrir að vera einstaklega skemmtilegt.

- 3 orð sem að lýsa þér best?

Heitur og fleira.

- Uppáhalds karakterinn þinn í sýningunni?

Hlýtur að vera Vilberg vegna þess að hann er fyndinn.

- Hvaða einn meðlim nefndarinnar myndiru taka með þér á eyðieyju?

Ég myndi taka uuuuu...engann.

- Uppáhalds móment í ferlinu?

Þegar við fórum út að borða og sjá Arnór leikstjóra leika í sýningunni "Jesú er til...hann spilar á banjó".





Tinna María Þorleifsdóttir - Markaðsstjóri

Á 3. ári.

- Af hverju listó?

Elska sviðslistir og að vinna baksvið tjöldin. Þetta er líka alltaf svo náin nefnd og ég elska það.

- 3 orð sem að lýsa þér best?

Nagli, dugleg og góðhjörtuð.

- Uppáhalds karakterinn þinn í sýningunni?

Almar, finnst bara þessi týpa svo fyndin og allar senur með honum mjög skemmtilegar.

- Hvaða einn meðlim nefndarinnar myndiru taka með þér á eyðieyju?

Alli vegna þess að hann er dúx og kann karate. Ég er líka sterkari en hann þannig ég get fórnað honum fyrir villtum dýrunum.

- Uppáhalds móment í ferlinu?

Eyjaferðin, svo gaman að kynnast leikhópnum og við urðum öll strax mjög náin.


Saga María Sæþórsdóttir - Markaðsetningarstjóri

Á 2. ári.

- Af hverju listó?

Ég var mikið í Skrekk í grunnskóla og ég tengdi það svo mikið við Listó, hópur af fólki sem er samankominn til þess að skapa eitthvað skemmtilegt. Þetta er einstakt ferli sem kennir manni svo margt. Það jafnast ekkert á við Listó.

- 3 orð sem að lýsa þér best?

Góðhjörtuð, dugleg og metnaðarfull.

- Uppáhalds karakterinn þinn í sýningunni (af hverju)?

Securitas starfsmaðurinn þar sem hún er mjög einlæg og sjúklega fyndin!

- Hvaða einn meðlim nefndarinnar myndiru taka með þér á eyðieyju?

Ég myndi taka með mér Nadíu því þá myndi ég að minnsta kosti deyja hlægjandi.

- Uppáhalds móment úr ferlinu?

Eins klisjulegt og það er þá held ég að það sé þegar ég komst inní nefndina. Þetta var búið að vera svo langþráður draumur sem var stórkostlegt að upplifa. Ef ég hefði bara vitað hvað beið mín<3

Sigrún Tinna Atladóttir - Samfélagsmiðlastjóri

Á 2. ári.

Af hverju listó?

Áður en ég kom í Versló þá langaði mig alltaf í Listó því ég vissi hversu skemmtilegt þetta væri. Það var allt við Listó sem heillaði mig eins og fólkið sem maður kynnist, ferlið og síðan auðvitað sýningin. Maður býr til svo ógleymanlegar minningar með frábæru fólki sem maður mun muna eftir lengi.

- 3 orð sem að lýsa þér best?

Jákvæð, góð og dad jokes.

- Uppáhalds karakterinn þinn í sýningunni?

Hlýtur að vera Jörundur skólastjóri. Hann er ótrúlega fyndinn í sýningunni og fær mig alltaf til að hlægja.

- Hvaða einn meðlim nefndarinnar myndiru taka með þér á eyðieyju?

Ég myndi taka með mér Nadíu. Hún er svo mikil badass og ég veit að ég myndi lifa lengur á eyjunni með henni en eins og til dæmis Alla😅

- Uppáhalds móment í ferlinu?

Uppáhaldsmómentið mitt í ferlinu var 100% eyjaferðin með leikhópnum<3



Andrea Ösp Hanssen

Á 2. ári.

- Af hverju listó?

Allrabestasætastasa-skemmtilegastamestspennandi-nefndallratíma! Had my heart from the start og no regrets takk fyrir mig<3

- 3 orð sem að lýsa þér best?

Ekki með bílpróf.

- Uppáhalds karakterinn þinn í sýningunni?

100% securitasstarfsmaðurinn allan daginn alla daga. Hún lætur mig grenjaa úr hlátri.

- Hvaða einn meðlim nefndarinnar myndiru taka með þér á eyðieyju?

Tinna, street smart og tekur ekkert bullshit

- Uppáhalds móment í ferlinu?

Öll skiptin sem við höfum svoleiðis grenjað úr hlátri upp í skóla. Það eru svo dýrmætar minningar.


Kári Flosason

Á 2. ári.

- Af hverju listó?

Vinkona mín hvatti mig til þess.

- 3 orð sem að lýsa þér best?

Kaldhæðinn, neikvæður og bjartsýnn.

- Uppáhalds karakterinn þinn í sýningunni (af hverju)?

Uppáhalds karakterinn minn securitas starfsmaðurinn vegna þess að hún er ótrúlega fyndin og elska hvernig hún brýtur fjórða vegginn.

- Hvaða einn meðlim nefndarinnar myndiru taka með þér á eyðieyju (af hverju)?

Ég myndi taka með mér Alla því hann er með svarta beltið í karate og hann myndi pirra mig minnst.

- Uppáhalds móment í ferlinu?

Þegar að krakkarnir keyptu fyrir mig Castello pítsu í afmælissgjöf.



Kári Einarsson

Á 1. ári.

- Af hverju listó?

Ég fór í viðtal hjá Listó vegna þess að ferlið minnti mig svo mikið á Skrekk, þar sem hópur einstaklinga býr saman til atriði og sýnir svo afurð sína fyrir framan fullt af fólki. Það er það sem virkilega heillaði mig við Listó, þetta ferli sem verður manni svo dýrmætt, uppfullt af minningum bæði súrt og sætt.

- 3 orð sem að lýsa þér best?

Metnaðarfullur, myndavélagæji og kærleiksbangsi.

- Uppáhalds karakterinn þinn í sýningunni?

Minn uppáhalds karakter í leikritinu er Jörundur því hann gengur í gegnum svo margt í sýningunni sem hefur mótandi áhrif á hann.

- Hvaða einn meðlim nefndarinnar myndiru taka með þér á eyðieyju?

Ég myndi taka með mér Kára Flosa. Hann er kominn af smiðum og er því algjör handyman.

- Uppáhalds móment í ferlinu?

Mitt uppáhalds móment eru öll skiptin sem við höfum farið í pógó saman á marmaranum. Þá ríkir mikil kátína.

---

NEFNDINA Í ÁR SKIPA:

Frá neðri röð vinstri:

Saga María Sæþórsdóttir

Alexander Kaaber Bengtsen

Nadía Hjálmarsdóttir

Sigrún Tinna Atladóttir

Frá efri röð vinstri:

Kári Einarsson

María Vignir

Andrea Ösp Hanssen

Kári Flosason

Tinna María Þorleifsdóttir


1 comment

Recent Posts

See All

1 Comment


kobbu
Oct 12, 2022

Þið eruð sæt og skemmtileg😀

Like
bottom of page