Þann 20. ágúst frumsýndi Listafélagið trailer á verki og leikstjóra haustsins fyrir stútfullum Bláa sal. Fólk streymdi inn í Bláa sal eins og túristar í bláa lóninu og var metmæting. Rétt tæplea 120 mættu í prufur í leikhópinn og kröfumikið val var fyrir höndum leikstjórana.
Sýningin sem Listafélagið mun setja upp í ár ber nafnið Villibráð og er byggt á kvikmyndinni Villibráð í leikstjórn Elsu Maríu Jakobsdóttur og handritshöfundar Tyrfings Tyrfingssonar og Elsu Maríu Jakobsdóttur, framleidd af Zik Zak kvikmyndir. Leikstjórar sýningarinnar í ár eru Mikael Emil Kaaber og Egill Andrason. Áætluð frumsýning er 1. nóvember 2024.
Comentarios