top of page

Um hvað er sýningin?

Það sem gerist í Verzló… fjallar um átta einstaklinga sem koma uppí Verzló í skjóli nætur til að gera eitthvað sem þau mega alls ekki gera. - Stela lokaprófi, fara á stefnumót, bösta karlrembur, leita að skiptinema, finna inngöngulista, fá viðurkenningu eða vernda Verzlunarskólann. Öll hafa þau það sameiginlegt að þau halda að þau verði ein uppí skóla.


Lygar, feluleikir, misskilningar og sjálfsmyndarkrísur fylgja þegar flest taka eftir að þau eru sannarlega ekki alein uppí skóla.


Ferskasti farsi ársins er skrifaður af Arnóri Björnssyni og Kolbrúnu Maríu Másdóttur. Þau unnu handritið bæði út frá eigin reynslum og viðtölum við Verzlinga til að geta almennilega sýnt ykkur Það sem gerist í Verzló…



0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page