top of page

TÝNDUR Á TVEIMUR STÖÐUM
Leikstjórn Kristinn ÓIi Haraldsson og Salka Gústafsdóttir
Farsinn Týndur á tveimur stöðum fjallar um konu sem heitir Guðrún Jónsdóttir, hún starfar sem leigubílsstjóri. Hún á sér stórt leyndarmál sem myndi rústa lífi hennar ef einhver myndi komast að því. Hún á tvo menn og þar af leiðandi tvö heimili. Mennirnir heita Brjánn og Máni og eru gjörólíkar týpur. Guðrún þarf að fara eftir tímaplani til þess að geta sinnt hvorum manninum fyrir sig svo að þeir komi ekki upp um hvort annað. Eina örlagaríka nótt fær Guðrún höfuð högg, áætlunin hennar fer allt í rugl og dagurinn fer í að reyna koma sér úr þessu klandri sem gengur brösulega. Það eru að auki allskyns skemmtilegir og fjölbreyttir karakterar sem að heldur betur lífga upp sýninguna.
bottom of page