top of page

Leikhópur Listó 2025!

Prufur fyrir leikhóp Listó eru búnar og niðurstöðurnar eru komnar. Við slóum öll met í ár og fengum alls 140 manns í prufur. Við vildum þakka öllum innilega fyrir komuna og hrósa öllum heiðarlega fyrir að bara þora að mæta! Leikhópurinn hefur aldrei litið betur út, hann er fjölbreyttur og fáránlega skemmtilegur. Í honum eru fjórir strákar og fjórar stelpur en strákarnir eru þeir Halldór Ingi Kristjánsson, Kári Hlíðberg, Snæbjartur Sölvi Kjartansson, og Þór Pétursson. Stelpurnar eru Eva Margrét Halldórsdóttir, Helga Hrund Ólafsdóttir, Kolfinna Orradóttir og María Pála Marcello. Við erum óendanlega þakklát fyrir þennan leikhóp og hlökkum geðveikt mikið til að setja upp besta Listó sýningu sem Ísland hefur séð!


ree

Comments


bottom of page