top of page

Listó fer til eyja!

Helgina 6.–7. september fór listanefndin ásamt leikhópnum í árlega Vestmannaeyjaferðina. Við byrjuðum á sundi og nóg af ferðum í rennibrautina, fórum svo út að borða á Gott og enduðum kvöldið á því að spranga um bæinn. Daginn eftir stoppuðum við í bakaríinu áður en haldið var heim. Ferðin var einföld, en nákvæmlega það sem þurfti – góð samvera, hlátur og tilbreyting frá daglegu amstri. Hún var líka frábært hópefli og gaf okkur ferska orku fyrir verkefnin sem bíða okkar í vetur.


Comments


bottom of page