Allir á svið!
Leikstýring: Starkaður Pétursson og Níels Thibaud Girerd
Eitt vinsælasta grínleikrit allra tíma á sviðinu í Bláa sal?!?! Allir á svið (e. Noises off) fjallar um leikhóp sem er að sýna leiksýninguna Nakin á svið í Fraynsleikhúsinu út á landi. Fyrir hlé sjáum við verkið Nakin á svið og eftir hlé sjáum við hvað var að gerast baksviðs á meðan Nakin á svið var í gangi. Klassískur hurðafarsi þar sem allt er að fara úrskeiðis og nóg af misskilningum sem láta fólk svoleiðis grenja úr hlátri. Leikstjórnarnir eru svo sannarlega ekki af verri endanum, en þeir Níels Thibaud Girerd og Starkaður Pétursson eru bráðfyndnir snillingar sem þekkja sig vel í leikhúsheiminum. Bráðfyndin sýning, bráðskemmtilegt ferli, bráðskemmtilegir leikstjórar, það getur ekkert klikkað!
All Videos
All Videos

![LISTÓTRAILER [23-24]](https://i.ytimg.com/vi/Jdo2ZDUUZXg/mqdefault.jpg 1x, https://i.ytimg.com/vi/Jdo2ZDUUZXg/mqdefault.jpg 2x)
LISTÓTRAILER [23-24]

Listó kynnir - Það sem gerist í Verzló.

Listó kynnir - Það sem gerist í Verzló.
