top of page

Leikstjórar Listó 2023

Í ár urðu þeir Níels Thibaud Girerd og Starkaður Pétursson fyrir valinu sem Listó leikstjórar og svöruðu þeir nokkrum spurningum um ferlið.


Níels Thibaud Girerd - Leikstjóri

- Hvernig er það að vinna með leikhópnum?

Það er geeeeðveikt - ég tala fyrir mig þá finnst mér við hefðum ekki getað fengið betri hóp. Þau eru hugrökk, stórkostlegir leikarar og samstarfsfólk. Gjafmildi þeirra á sig og tíma hefur búið til verk, andrúmsloft og heild sem hefur veitt mér mikla gleði sem ég gæti nýtt sem innspitíngu inní hvaða lífsins verkefni. Það er ekki hægt telja hve oft þau hafa látið mig hlægja.

- Hvernig er það að vinna með Listónefndinni?

Listósveitin er yndislegt hæfileika fólk sem hefur lagt sig alla í að skapa stórkostlegt vinnu umhverfi og framleiðslu í kringum þetta stórkostlega ferli. Sömuleiðis er ég bara svo þakklátur þeim að hafa ráðið okkur þar sem þetta hefur skapað fyrir mitt leiti innblástur og minningar ævi langt.

- Uppáhalds setning í sýngunni?

Það er engin ein - en hér koma örfáar “Veistu Hólmar!” “Ekki ætlar kellingin að cancelera frums?” “Dódó” “Gyrðir Freyr og Budda eru að ríða og rífast” Það er ekki hægt að gera uppa milli.

- Hvað er það besta við ferlið?

Gleðin í hópnum þá er hægt að skapa og hlakka til að mæta í vinnuna.

- Hvað munt þú taka úr þessu ferli?

Sögur og minningar

- Ef þú ættir að lýsa sýningunni í einu orði hvað væri það?

Sýningin er algjört “Turtildúfuflirt”


Starkaður Pétursson - Leikstjóri

- Hvernig er það að vinna með leikhópnum?

Þetta eru skemmtilegir og skapandi krakkar sem ég fæ þann heiður að vinna með. Sumir ónefndir hafa að vísu komið merkilega oft seint vegna klósettferða og fer mig að gruna að eitthvað sé bogið við mataræðið eða meltinguna, en burtu sé frá því bara hamingja.

- Hvernig er það að vinna með Listónefndinni?

Það er í raun sömu sögu að segja um nefndina burtu séð frá klósettferðunum. En það athyglisvert að vinna með ungu fólki með gríðar stórar hugmyndir fyrir leiksvið sem þetta. Ég hef kannski kallað Rommel of oft Eyðumerkurrefinn og bið ég hann afsökunar á því hér með.

- Uppáhalds setning í sýngunni?

Ég á erfitt með að velja á milli “Enginn er verri þó hann sé perri” og “Úúú! Sjampein.. oooog strovberrís!”

- Hvað er það besta við ferlið?

Það er að fá að leikstýra í fyrsta skipti, eitthvað sem mig hefur lengi langað til að gera, og er ég þakklátur fyrir að fá það tækifæri.

- Hvað munt þú taka úr þessu ferli?

Reynsluna við það að sitja í leikstjórastólnum út í sal en ekki standa á sviðinu líkt og ég er vanur.

- Ef þú ættir að lýsa sýningunni í einu orði hvað væri það?

Taugaáfall.


0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page